Hundaþjálfarinn
Björn Ólafsson
Björn Ólafsson
Hundaþjálfarinn Björn Ólafsson BIPDT, hefur öll leyfi til reksturs hundaskóla frá
sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu!
Björn hefur nú klárað 3 gráður af 4, 2nd Grade, 1st Grade og Graduate
Grade úr hinum virta hundaskóla BRITISH INSTITUTE of PROFESSIONAL DOG
TRAINERS.
BIPDT er prófskóli í gráðum fyrir starfandi hundakennara sem hafa langa
reynslu af hundakennslu eða vinnu með hundum t.d lögreglu, toll og
björgunarhundum. BIPDT er kröfuharður skóli fyrir hundakennara, að
meðaltali ná einungis 6 af hverjum 10 prófi. Þeir hundakennarar sem fá
gráðu mega einir auglýsa BIPDT fyrir aftan nafn sitt. Hundaþjálfarar og
hundakennarar sem eru útskrifaðir frá BIPDT eru á fararbroddi í Bretlandi og
víðar í þjálfun heimilis og þjónustuhunda. The KENNEL CLUB og BIPDT er í
samstarfi um aukna og betri hundamenningu í Bretlandi.
Björn hefur lokið hundaatferlisfræði hjá The Cambridge Institute of Dog
Behaviour & Training.
Björn hefur átt hunda síðan1979 og ræktað hunda
síðan1995 undir ræktunarnafninu HEIMSENDA ,Border collie, Bríard og
Australian Shepherd og Nova Scotia Duck Toller Retriever ásamt konu sinni Láru Birgisdóttur. Tugir meistarar eru
frá Heimsendaræktun. Heimsenda Hundar hafa staðið sig vel á sýningum
Hrfí, Hlýðni, Sporaprófum og fjárhundakeppnum.
Björn var meðal þeirra fyrstu að leiðbeina í hundaskóla HRFÍ til 1988.
Björn keppti í hlýðnikeppnum á árunum 1983-1990 með hunda sína
Labradorsblendings tíkur og Border Collie tík í Hlýðni I og Hlýni II, og náði
hann þeim frábæra árangri með Labradorblending sinn Emilíu Perlu að
ná 200 stigum í Hlýðni I. Þess má geta að óskað var eftir Emilíu Perlu fyrir
unga stúlku sem bundin var í hjólastól sem félaga og varð Björn við þeirri
beiðni að þjálfa tíkina og láta hana til nýs eiganda.
Björn stundaði hundafimi í mörg ár á vegum Hrfí og tók þátt í
hundafimisýningum og keppnum. Björn keppti með Border Collie hunda
sína og náði hann Íslandsmeistara titli í hundafimi á Border Collie tíkina
Kókó.
Björn hefur áratugareynslu í hundaþjálfun, stundað og haldið námskeið
um hunda og þjálfun þeirra.
Björn er einn af stofnendum Retriverdeildar Hrfí.
Björn sat í stjórn Úrvalsdeildar Hrfí.
Björn er einn af stofnendum og sat í stjórn Fjár og hjarðhundadeild.
Björn sat í stjórn Hundaræktarfélagi Íslands og var varaformaður Hrfí.
Björn hefur þjálfað og fer reglulega með heimssóknarhund fyrir Rauða Kross
Íslands.
Heimsendahundar hafa átt stigahæsta hund árið 2000
Heimsendahundar hafa átt stighæstu öldunga
Heimsendahundar hafa verið verlaunuð sem Stigahæstu ræktendur Hundaræktarfélags Íslands 2013-2014-2017
Heimsendahundar hafa átt nokkra Best in Show hunda!